Námsferðir fyrir kennara og fagfólk

kvan_travel_heim.jpg
 
 

KVAN Travel býður nú kennurum og öðru fagfólki upp á skemmtilegar, spennandi og fræðandi endurmenntunarferðir erlendis.

Við veljum áfangastaði okkar af gaumgæfni. Þetta eru staðir sem búa til spennandi umgjörð fyrir námskeiðin okkar, gefa þátttakendum kost á nýrri upplifun og á hverjum stað eru ýmis tækifæri til vettvangsheimsókna í skóla- og frístundastarf með sérstöðu sem hægt er að læra af.

Námskeiðin okkar miða að því að gefa fagfólki á Íslandi innsýn og þekkingu á menntamálum í öðrum löndum. Við viljum efla fagfólk í starfi, kynna nýjar hugmyndir, stefnur og starfshætti á sviði menntamála. Markmið okkar er að efla samkennd og samvinnu fagfólks og stuðla að sameiginlegri sýn þeirra.

 
 
 
 

Spennandi möguleikar í námsferðum

 
 

Edinborg
Lítil stórborg með ævintýri við hvert einasta fótmál

Spennandi kynnis- og námsferð til Edinborgar þar sem áhersla verður lögð á útinám, útivist og útikennslu. Heimsóttir verða staðir sem eru fremstir í sinni röð í heiminum.

Toronto
Sönn heimsborg með öflugt fjölmenningarsamfélag

Toronto er þungamiðja viðskipta- og fjármálalífs í Kanada og óumdeild miðstöð lista- og menningarlífs þar sem greinar eins og kvikmyndagerð, tónlist og leiklist standa í miklum blóma.

Washington D.C.
Mögnuð heimsborg með litríkt mannlíf og menningu

Í Washington er ótal margt sem vert er að skoða og upplifa. Borgin er höfuðborg Bandaríkjanna og hýsir aðsetur allra helstu stofnana í stjórnkerfi landsins s.s. ríkisstjórnar, forseta og þings.

 
Helsinki-Travel_Massive.jpg

Helsinki
Höfuðborg Finnlands, umkringd stórbrotinni náttúru

Hin glæsilega höfuðborg Finnlands hefur verið útnefnd European Capital of Smart Tourism 2019. Nafnbótin er viðurkenning fyrir afburða árangur í að takast á við áskoranir nútíma ferðamennsku.

valencia_sem.jpg

Valencia
gróskumikil og spennandi borg, staðsett í ægifögru landslagi

Valencia á suðausturströnd Spánar er þriðja stærsta borg landsins á eftir Madrid og Barcelona. Íbúafjöldinn í sjálfri borginni eru yfir 800 þúsund en ein og hálf milljón búa á svæðinu ef aðliggjandi byggðalög eru talin með.

berlin-welcomecard_hero_2880__1.jpg

Berlín
Ein mest spennandi borg í heimi, kraftmikil, fjörug og skapandi

Berlín er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Þýskalands, bæði hvað varðar mannfjölda og umfang. Frá 1961 til 1989 var borginni skipt í tvennt með hinum tæplega 170 km langa múr.

 
 
 

Sérsniðnar ferðir

Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar ferðir eins og árshátíðarferðir, íþróttaferðir, heilsuferðir og tónleikaferðir. Kynntu þér möguleikana og hafðu samband. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig!

big-concert-audience-listening-to-music-at-festival-picture-id485343244.jpg