Við komum þér á flug

 
 
 

Við viljum láta drauma rætast

Við erum ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í námsferðum fyrir kennara á öllum námsstigum og aðra fagaðila í menntakerfinu á Íslandi.

Við sérsníðum námsferðir fyrir okkar viðskiptavini þar sem að við nýtum í bland þekkingu erlendra fagaðila og skólaheimsóknir, ásamt því að bjóða upp á kennslu og þjálfun út frá aðferðafræði KVAN.

Við leggjum mikið upp úr að skipuleggja vandaðar og skilvirkar ferðir til þess að þær nýtist viðskiptavinum okkar sem allra best og svo er auðvitað eitt af lykilatriðunum að hafa ferðirnar okkar lifandi og skemmtilegar.

Við bjóðum upp á íslenska fararstjórn í okkar ferðum, nema annað sé tekið fram.

Við leggjum mikla áherslu á það að nýta þá þekkingu sem að viðskiptavinir okkar öðlast í námsferðunum sem best. Þess vegna komum við alltaf í eftirfylgni hjá okkar viðskiptavinum 2-3 mánuðum eftir að ferð lýkur.

Þó svo að við sérhæfum okkur í námsferðum þá bjóðum við einnig upp á aðrar sérsniðnar ferðir, sbr. Íþróttaferðir, heilsuferðir, tónleikaferðir ofl., fyrir hópa sem vilja ferðast með okkur.

Við erum ekki háð einu flugfélagi og veljum alltaf besta og hagstæðasta ferðamátann fyrir viðskiptavini okkar, hverju sinni.

 
 

Heyrðu í okkur!

Endilega sendu okkur línu eða sláðu á þráðinn í síma 519 3040. Við leggjum okkur fram við að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.