IMG_2903.BW.jpg

Jón Halldórsson, eigandi og framkvæmdastjóri

jon@kvan.is

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki. Jón er giftur Önnu Guðrúnu Steinsen og á fjögur börn. 

IMG_2832.BW.jpg

Anna Steinsen,
eigandi og þjálfari

anna@kvan.is

Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.  Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.   Í dag stundar Anna mastersnám í samskiptum og forvörnum hjá HÍ. Anna er gift og á fjögur börn og hund. 

IMG_3061.BW.jpg

Vanda Sigurðardóttir,
eigandi og þjálfari

vanda@kvan.is

Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Vanda starfar nú sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði.  Vanda er frá Sauðárkróki, fædd 1965 en býr nú í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár. 


 
IMG_3050.BW.jpg

Jakob Frímann Þorsteinsson,
eigandi og þjálfari

jakob@kvan.is

Jakob er með MA gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum og stundar nú doktorsnám. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2004 þar sem sérsvið hans er óformlegt og formlegt nám, tómstundafræði, forvarnir, útinám, útilíf og útivist. Starfið felst í kennslu, rannsóknum og þróun náms í tómstunda- og félagsmálafræði. Starfsreynsla Jakobs fyrir utan HÍ hefur m.a. verið í félagsmiðstöðvum, Hinu Húsinu, Siglunesi og við stjórnun og stefnumótun, við kennslu í grunnskóla og sjálfstætt við símenntun og ýmis þróunar- og ráðgjafarverkefni. Jakob, eða Kobbi eins og hann er kallaður, hefur verið virkur í félagsstarfi og  útivist m.a. í Skátum, Landsbjörgu, innan Ungmennahreyfingarinnar, í siglingaklúbbi hjá SÍL og í foreldrafélögum. Jakob er giftur og á þrjú börn.  

sassa.jpg

Sassa Eyþórsdóttir,
þjálfari

sassa@kvan.is

Sigríður Eyþórsdóttir eða Sassa eins og hún er alltaf kölluð er með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Bandaríkjunum og hefur síðustu 25 árin sérhæft sig í ævintýrameðferð og meðferðarvinnu með börnum og unglingum. Hún starfar sem iðjuþjálfi í Hagaskóla en starfaði lengi á BUGL og á Reykjalundi. Sassa hefur víðtæka reynslu af kennslu og námskeiðshaldi fyrir börn og fullorðna og bjó í þrjú yndisleg ár í Valencia á Spáni. Sassa býr í Litla Skerjafirði með börnunum sínum þremur og tengdadætrum. Í frítíma sínum elskar Sassa að halda matarboð, syngja í kór og dansa með vinkonum sínum og ferðast eins oft og tækifæri gefst.