Ég mæli heilshugar með KVAN Travel. Ferðin þeirra var bæði vel skipulögð og áhugaverð. KVAN Travel vann náið með okkur að undirbúningi og þegar við komum út var þjálfari frá KVAN með okkur allan tímann. Erindin og smiðjurnar voru frábærar og ekki spilti fyrir góðar leiðbeiningar um allt hitt sem að við gátum gert á staðnum. Ég mæli klárlega með námsferðum KVAN Travel.
— Guðmundur Finnbogason, kennari

Við hjá meistaraflokki Vals í handknattleik fórum í æfingaferð til Spánar á vegum KVAN Trvel. Ferðin var vel skipulögð og þau hjá KVAN Travel sáu um að bóka flug, rútur, æfingatíma og æfingaleiki fyrir okkur. Allt stóðst 100%
— Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari mfl.Vals í handknattleik

Epli og KVAN Travel stóðu saman fyrir ferð á Bett 2019. Anna Sigurðardóttir hjá KVAN Travel sá um alla ferðaskipulagningu, flug, hótel og ferðir milli staða. Samstarfið gekk afar vel, viðhorfið og skipulagningin framar björtustu vonum. Mjög gott aðgengi að farastjóra alla ferðina og vel leyst úr öllum málum sem upp komu.

Bestu þakkir fyrir okkur!
— Þóra Hallgrímsdóttir, Epli